Áreiðanleikakönnun Simav og Karakova, Tyrkland
Evrópski þróunarbankinn (EBRD) vinnur að því að auka nýtingu jarðhita í Tyrklandi með lánveitingum til verkefna á byrjunarstigi. Bankinn leitaði til sérfræðinga Mannvits til þess að framkvæma áreiðanleikakannanir á verkefnunum Simav og Karakova sem sótt hafa um fjármögnun í sjóði EBRD. Hlutverk Mannvits er að kynna sér öll gögn sem lögð eru til grundvallar virkjunaráforma áður en bankinn veitir lán til verkefnanna. Þannig er lagt mat á hvort áætlanir um tíma, kostnað og leyfi séu fullnægjandi og hvort jarðvísindagögn styðji við áætlaða uppbyggingu.
Verksvið
Framkvæmdir á áreiðanleikakönnunum
„Við unnum þessi verk með þýska samstarfsaðilanum Fichtner. Verkefnin voru unnin í nokkuð nánu samstarfi með EBRD og það var fróðlegt fyrir okkur að kynnast því hvernig frummat á jarðhitasvæðum í Tyrklandi er unnið.“
Verkefnisstjóri