Ástandsskoðun sprautusteypu
Mannvit framkvæmdi ástandsskoðun sprautusteypu í sex norskum veggöngum. Verkefnið fólst í því að skoða og meta ástand sprautusteypu í göngunum samhliða því sem sýni voru tekin á völdum stöðum til frekari rannsókna á rannsóknarstofu Mannvits. Hverjum göngum var lokað eina nótt vegna viðhalds og gafst þá tækifæri til að sinna ástandsskoðun og sýnatöku.
Í hverjum göngum voru boraðir nokkrir tugir kjarna, samtals 189 kjarnar í göngum í Frøya, Sløverfjord, Grua, Ekeberg, Svartdal, Baneheia og Flekkerøy.
Hér má sjá yfirlit yfir þær prófanir sem gerðar voru á göngunum:
- Þrýstistyrkur og trefjainnihald
- Klóríðprófíll, mæling á þéttleika steypu (capillary suction rate and porosity)
- Mæling á vatnsmettunarprófíl (a profile of water saturation)
- Karbonisering og tæring á trefjum
- Ástandsskoðun steypunnar í smásjá

Verksvið
Ástandsskoðun sprautusteypu