Íþróttamiðstöð GKG við Vífilsstaði

Mannvit sá um alla verkfræðihönnun við nýja íþróttamiðstöð GKG; lagnir og loftræsingu, burðarvirki, rafkerfi, brunahönnun og hljóðvist. ASK arkitektar sáu um arkitektahönnun og höfðu með höndum hönnunarstjórn verksins. Á efri hæð hússins eru verslun, skrifstofur og glæsileg félagsaðstaða. Á neðri hæðinni er fjölbreytt æfingaaðstaða; golfhermar, sveifluæfingasvæði og púttvöllur.

Verksvið

  • Verkfræðihönnun
  • Lagnir
  • Loftræsing
  • Burðarvirki
  • Rafkerfi
  • Brunahönnun
  • Hljóðvist
  • Lýsingarhönnun

„Það verður að teljast mikið gleðiefni fyrir golfunnendur í Kópavogi og Garðabæ þegar golfklúbburinn GKG hefur nú tekið í notkun glæsilega íþróttamiðstöð og félagsaðstöðu. Við erum stolt af því að hafa tekið þátt í þessu ævintýri með forsvarsmönnum GKG og erum hreykin af því hvernig til tókst.“

Pálína Gísladóttir

Verkefnisstjóri