Úttekt jarðhitasvæða í Úkraínu
Mannvit er lykilráðgjafi fyrir nýtt fyrirtæki, Renewable Energy Company of Ukraine (REU), sem hefur í hyggju að auka veg grænnar orkunýtingar í Úkraínu með áherslu á jarðvarma. Á árinu 2016 gerði Mannvit umfangsmikla úttekt á tæplega 800 svæðum víðsvegar um Úkraínu og kannaði aðstæður til þess að beisla orku jarðar til hitaveitu og rafmagnsframleiðslu. Á næstu misserum verða valin svæði rannsökuð nánar auk þess sem ráðgert er að rannsóknarboranir og framkvæmdir hefjist í tengslum við álitlegustu verkefnin.
Verksvið
Ráðgjöf
800
Svæði í Úkraníu„Það hefur verið afar spennandi fyrir sérfræðinga Mannvits að vinna með hópi úkraínskra heimamanna sem stefna að því að breyta heilu samfélagi í átt að aukinni sjálfbærni í nýtingu orkuauðlinda og sjálfstæði í orkumálum. Þessi þróun hefur ekki einungis mikilvæg áhrif á efnahagslegan og samfélagslegan vöxt landsins, heldur vega umhverfissjónarmið einnig þungt þar sem orkuþörf Úkraínu hefur til þessa verið að langmestu leyti mætt með jarðefnaeldsneyti og kjarnorku. Verkefni Mannvits er því lóð á vogarskál grænnar þróunar í Úkraínu “
Verkefnisstjóri