Þeistareykjalína 1 og Kröflulína 4, 220 kV
Háspennulínurnar tvær eru 220 kV og verða í eigu Landsnets. Kröflulína 4 liggur frá Kröfluvirkjun að Þeistareykjavirkjun og þaðan fer Þeistareykjalína 1 að iðnaðarsvæði að Bakka við Húsavík. Línurnar eru stálmastralínur, byggðar með stöguðum röramöstrum og eru um 65 km langar. Hannaðar hafa verið nokkrar gerðir mastra í hornum og á endum línunnar. Næst tengivirkjum er jarðvír á línunni. Meðfram línunni er slóð sem er um 3,5 m breið. Vinna Mannvits við verkefnið er forrannsókn á línusvæðinu, samanburður kosta og val á endanlegri tilhögun, staursetning, val á legu slóðar, jarðvegsrannsóknir, val á námum, kostnaðaráætlanir, lokahönnun, gerð útboðsgagna og ÖHU-áætlun, ásamt ráðgjöf á útboðs- og framkvæmdatíma.
Verksvið
Forrannsókn á línusvæðinu, samanburður kosta og val á endanlegri tilhögun, staursetning, val á legu slóðar, jarðvegsrannsóknir, val á námum, kostnaðaráætlanir, lokahönnun, gerð útboðsgagna og ÖHU-áætlun, ásamt ráðgjöf á útboðs- og framkvæmdatíma.
220 kV
Flutningsgeta65 km
Lengd2015-2017
Verktími„Það hefur verið skemmtileg áskorun að leiða þetta verkefni þar sem við höfum unnið þetta verk frá upphafi hönnunar ásamt mati á umhverfisáhrifum. Þróaðar hafa verið nýjar mastragerðir við enda línunnar. Við gerð útboðsgagna og ÖHU-áætlunar hefur verið horft sérstaklega til þess að umgengni verktaka við viðkvæma náttúru á svæðinu verði sem allra best. Starfsmenn Mannvits hafa staðið sig frábærlega og fengið góða umsögn frá verkkaupa fyrir fljóta og lipra þjónustu.“
Verkefnisstjóri