Þeistareykjavirkjun - Þeistareykjastöð
Landsvirkjun á og rekur Þeistareykjastöð, sem er jarðvarmavirkjun með 90 MW aflgetu að Þeistareykjum. Þeistareykjastöð er með tvær vélasamstæður með 45 MW aflgetu hvor. Mannvit gerði verkhönnunarskýrslur, hannaði borholur, hafði tæknilegt eftirlit með borun á núverandi gufuholum og mat stærð jarðhitasvæðisins að Þeistareykjum. Mannvit og Verkís unnu að hönnun virkjunarinnar og gerð útboðsgagna ásamt því að veita fageftirlit með hönnun, uppsetningu og gangsetningu vélbúnaðar, rafbúnaðar og stjórnbúnaðar. Mannvit og Verkís sáu einnig um hönnun stöðvarhús, gufuveitu og stoðkerfa sem hluta af heildarhönnun virkjunarinnar. Mannvit framkvæmdi jafnframt verkhönnun á háspennulínum og tengivirkjum ásamt mati á umhverfisáhrifum og sameiginlegu umhverfismati háspennulína og virkjana á svæðinu.
Tark og Landslag voru einnig hluti af ráðgjafateymi við hönnun og undirbúning virkjunarinnar.

Borunum fyrir jarðgufu lauk í ágúst 2017 sem tryggðu nægjanlega orku fyrir 90 MW. Boraðar hafa verið 10 holur á síðustu tveim árum, þar af ein í Kröflu, og er heildarfjöldi borholna á Þeistareykjum orðinn 18. Vélasamstæðurnar eru framleiddar og uppsettar af Fuji Electric og Balcke-Durr. Fyrri vélasamstæðan verður komin í rekstur 1. desember 2017 og seinni vélasamstæðan fer í rekstur 1. apríl 2018. Fimm holur voru boraðar 2002 til 2003 þar sem Mannvit hannaði prófunartækin fyrir holurnar. Fyrsta framleiðsluholan var boruð árið 2002.
Verksvið
Verkefnastjórnun fyrir ráðgjafa, gerð útboðsgagna og innkaupaskjala, verkhönnun, aðstoð með eftirliti fyrir uppsetningu vélahluta og stjórnbúnaðar. Mat á umhverfisáhrifum, hönnun tengivirkis og háspennulína ásamt borráðgjöf, boreftirliti og mat á stærð jarðhitasvæðis var einnig í höndum Mannvits.
90 MW
Aflgeta2002
Fyrsta rannsóknarholan200 MW
Mat á umhverfisáhrifum„Það eru ýmsar áskoranir vegna staðsetningar virkjunarinnar. Þeistareykir eru í óbyggðum í meira en 300 m hæð yfir sjó, á snjóþungu svæði. Þrátt fyrir þetta stóðu byggingarframkvæmdir yfir í vetur, svo var góðri veglagningu að þakka. Í maí 2015 hófst bygging stöðvarhúss virkjunarinnar, sem er vel á veg komin, og einnig lagning gufuveitu. Verkin eru á áætlun og verður fyrsta vélin afhent til reksturs haustið 2017. Nægileg orka hefur verið tryggð fyrir fyrsta áfanga og verkefnið gengur eins og best verður á kosið.“
Verkefnisstjóri
Þeistareykjavirkjun - myndband frá Landsvirkjun