Þekkingarsetur Vestmannaeyjum
Mannvit sá um alla verkfræðihönnun og verkefnastjórnun á nýju Þekkingarsetri Vestmannaeyja og aðstöðu fyrir tvo hvali af mjaldraætt sem komu til landsins 2019 í samvinnu við Merlin Entertainment. Mjaldrarnir voru fluttir frá skemmtigarði í Sjanghæ í laug í þekkingasetrinu. Að lokinni aðlögun flytjast þeir í sjókví í Klettsvík þar sem þeir munu dvelja. Sjókvíin í Klettsvík er fyrsta opna griðasvæðið í heiminum sem ætlað er hvölum. Nýja safnið sem er hvala-, fiska- og náttúrugripasafn er að hluta til í gömlu Fiskiðjunni og að hluta til í nýrri byggingu þar sem m.a. er laug fyrir hvalina. Nýbyggingin er 1.100 fermetrar og 800 fermetrar af safninu eru í gamla húsinu. Hið nýja safn, sem einnig hýsir björgunarstöð fyrir lunda o.fl., tekur við af gamla safninu Sæheimum, sem opnað var 1964.
Verkefnið snéri að hönnun á safni á fyrstu hæð þekkingarseturs Vestmannaeyja auk viðbyggingar fyrir sundlaug þar sem hvalirnir verða hýstir fyrst um sinn auk flotbryggja og girðingar í Klettsvík. Merlin og tvö góðgerðarfélög Sealife Trust standa að verkefninu og standa straum af kostnaði við uppbygginguna fyrir Litla-Hvít og Litla-Grá sem eru 12 ára gamlir hvalir.
Myndir: Sealife Trust og Mannvit

Það eru góðgerðarsamtökin Sea Life Trust sem stóðu að flutningnum í samstarfi við dýraverndunarsamtökin Whale and Dolphin Conservation og afþreyingarfyrirtækið Merlin Entertainment. Báðir aðilarnir standa straum af öllum kostnaði við uppbyggingu mannvirkjanna í tengslum við hýsingu hvalanna og eftirlit með þeim í Klettsavík.
Myndband frá flutningi mjaldranna í Klettsvík:
Verksvið
- Verkfræðihönnun
- Verkefnastjórnun
- Lýsingarhönnun
Myndband Sea Life Trust um flutning mjaldranna til Íslands