Þingeyrarflugvöllur

Framkvæmdin samanstóð af stækkun núverandi flugbrautar, stækkun öryggissvæða og lagningu nýs vegar.  Endurgerð og lenging flugbrautar, ný vallarljós og veglagning voru gerð til þess að flugbrautin nýttist betur sem flugvöllur fyrir áætlunarflug.

Flugbrautin var lengd úr 950 m í 1084 m og hækkuð í báða enda þannig að flugbrautin varð svo til lárétt.  Öryggissvæði breikkað beggja vegna brautarinnar úr 10 m í 25 m. Heildarbreidd flugbrautar með öryggissvæðum breikkað um 80 m. Að auki var gengið frá 60 m öryggissvæði við sitt hvorn enda brautarinnar með sömu uppbyggingu og flugbraut.  Lögð voru ídráttarrör, ljósakollur og brunnar settir niður og ræsi framlengd.  Flugbraut, flughlað og snúningshausar við enda flugbrautar klædd með nýju slitlagi.  Nýr 0,3 km vegur lagður í flokki C2 með klæðningu ásamt nýjum 2 km veg í flokki D með malarslitlagi, vegna breytinga á flugbrautinni.

Verksvið

  • Hönnun flugbrautar
  • Hönnun rafkerfis
  • Kostnaðaráætlun
  • Útboðsgögn
1084
Lengd flugbrautar
1.4 M.€ 
Kostnaður
2005
Ár

Isavia annast rekstur og uppbyggingu allra flugvalla á Íslandi og stýrir jafnframt flugumferð í íslenska flugstjórnarsvæðinu sem er 5,4 milljónir ferkílómetrar að stærð.