Afgreiðslustöðvar Atlantsolíu, birgðastöð og löndunarbryggja

Atlantsolía var stofnuð árið 2002 og rekur í dag 19 sjálfsafgreiðslustöðvar (2014) víðsvegar um landið, ásamt olíubirgðastöð. Verkefnin sem voru unnin á tímabilinu 2003-2013 og fólu í sér hönnun, byggingu og viðhald allra sjálfsafgreiðslustöðva Atlantsolíu, ásamt olíubirgðastöð og löndunarbryggju. 16 af sjálfsafgreiðslustöðvunum eru staðsettar á Suðvesturlandi og tvær á Norðurlandi og ein á Austurlandi. 

Verksvið

Mannvit hefur séð um alla verkfræðihönnun, gerð útboðsgagna, útboð, innkaup, verkumsjón og eftirlit í þessum verkefnum. Einnig sá Mannvit um ýmsa tæknilega þjónustu og heilsu-, öryggis- og umhverfismál. 

19
Sjálfsafgreiðslustöðvar 2014
11 millj.lítrar 
Birgðastöð
92,5 kr/l. 
Fyrsti bensínlítrinn

Fyrsti olíufarmur Atlantsolíu kom frá norska olíufélaginu Statoil í júlí 2003. Fyrsti farmurinn samanstóð af díselolíu og skipagasolíu. Fyrsta bensínstöð fyrirtækisins var opnuð að Kópavogsbraut 115 og fyrsti dísellítrinn var seldur þann 1. desember 2003 og fyrsti bensínlítrinn þann 8. janúar 2004.