Algaennovation

Algaennovation er sprotafyrirtæki sem hefur verið að þróa nýja tækni við að rækta örþörunga. Unnið hefur verið að uppbyggingu á aðstöðu fyrirtækisins sem staðsett er í Jarðhitagarði ON við Hellisheiðarvirkjun. Mannvit sá um alla verkfræðihönnun, almenn ráðgjöf og verkefnastjórnun fyrir framleiðsluaðstöðuna. Afurðirnar verða í fyrstu seldar sem fóður til seiðaeldis en stefnt er á framleiðslu til manneldis. Verkefnið er afar jákvætt skref í átt til frekari nýtingar á þeirri orku sem ON nýtir á Hellisheiðarvirkjun, þar sem Algeaennovation kaupir heitt og kalt vatn, rafmagn og koltvíoxíð til framleiðslunnar. Framleiðslan er mikilvægt skref í átt til virðishringrásar og sjálfbærni hér á landi þar sem framleiðsluferlið er með jákvætt kolefnisfótspor.

Verkefnið er afar jákvætt skref í átt til frekari nýtingar á þeirri orku sem ON nýtir á Hellisheiðarvirkjun, þar sem Algeaennovation kaupir heitt og kalt vatn, rafmagn og koltvíoxíð til framleiðslunnar. Framleiðslan er mikilvægt skref í átt til virðishringrásar og sjálfbærni hér á landi.

 

Mynd: Algaennovation

Verksvið

  • Burðarþol
  • Rafkerfi
  • Lagnir og loftræsting
  • Hönnun, forritun og gengsetning stjórnbúnaðar 
  • Verkefnastjórnun