Vaxa Impact Nutrition

VAXA Impact Nutrition er hátæknifyrirtæki sem hefur verið að þróa nýja tækni við að rækta örþörunga. Unnið hefur verið að uppbyggingu á aðstöðu fyrirtækisins sem staðsett er í Jarðhitagarði ON við Hellisheiðarvirkjun. Mannvit sá um alla verkfræðihönnun, almenn ráðgjöf og verkefnastjórnun fyrir framleiðsluaðstöðuna. Afurðirnar verða í fyrstu seldar sem fóður til seiðaeldis en stefnt er á framleiðslu til manneldis. Verkefnið er afar jákvætt skref í átt til frekari nýtingar á þeirri orku sem ON nýtir á Hellisheiðarvirkjun, þar sem Vaxa Impact Nutrition kaupir heitt og kalt vatn, rafmagn og koltvíoxíð til framleiðslunnar. Framleiðsluferlið er með jákvætt kolefnisfótspor.

VAXA Natural Colorants

Verkefnið er afar jákvætt skref í átt til frekari nýtingar á þeirri orku sem ON nýtir á Hellisheiðarvirkjun, þar sem VAXA Impact Nutrition kaupir heitt og kalt vatn, rafmagn og koltvíoxíð til framleiðslunnar. Framleiðslan er mikilvægt skref í átt til bættrar nýtingar auðlinda og sjálfbærni hér á landi. VAXA Impact Nutrition skilgreinir sig sem hátæknifyrirtæki sem býður lausn við að breyta orku í fæðu (Energy to Food - E2F) með skilvirkari hætti en áður hefur þekkst auk þess sem starfsemin er kolefnisneikvæð, þ.e. umbreytir meiri koltvísýringi í súrefni en fylgir starfseminni. Þá er tæknin hér á landi klæðskerasniðin utan um jarðvarmaver á Íslandi og íslenskar aðstæður.

 

Mynd: Vaxa Impact Nutrition

Verksvið

  • Burðarþol
  • Rafkerfi
  • Lagnir og loftræsting
  • Hönnun, forritun og gangsetning stjórnbúnaðar 
  • Verkefnastjórnun 

Verkefnið er fyrsta sinnar tegundar í heiminum þar sem hátækni í sívöktun, gagnavinnslu og sjálfvirkri aðlögun kerfa er beitt til að ná hámarks árangri í ræktun smáþörunga, óháð tegund þörungs. Mannvit sá um útfærslu og uppsetningu stjórnkerfisins sem gerir þetta mögulegt

Play

VAXA Impact á Hellisheiði