Búðarhálslína 1. - 220 kV

Verkefnið fólst í byggingu nýrrar 220 kV loftlínu frá Búðarhálsvirkjun að Hrauneyjafosslínu 1 við Langöldu fyrir Landsnet. Mannvit kom mikið við sögu rannsókna, undirbúnings og hönnunar Búðarhálslínu og  Búðarhálsvirkjunar. Einnig sá Mannvit um mat á umhverfisáhrifum og skipulag margvíslegra rannsókna því tengdu. Við byggingu Búðarhálslínu sá Mannvit um verkhönnun, útboðs- og lokahönnun ásamt ýmiskonar aðstoð á framkvæmdatíma, þ.m.t. aðstoð við vinnuflokk Landsnets við strengingu leiðara og jarðvíra.

Búðarhálslína 1. - 220 kV - Mannvit.is

Búðarhálslína 1 er 5,6 km löng 220 kV háspennulína frá Búðarhálsvirkjun að Hrauneyjafosslínu 1 við Langöldu. Lágmarks flutningsgeta samkvæmt forsendum er 100 MVA en leiðari var valinn m.t.t. brotstyrks og því er mögulegur flutningur við 40°C 432 MVA. Mat á umhverfisáhrifum línunnar fór fram samhliða mati á umhverfisáhrifum virkjunarinnar en legu hennar var breytt árið 2010.

Verksvið

  • Mat á umhverfisáhrifum („MÁU“)
  • Þrívíddarteikningar fyrir MÁU
  • Kortleggja efnistökusvæði og áætla efnistöku
  • Ákveða álagsforsendur
  • Yfirfara gerðir mastra og teikna útlit
  • Staursetja línu og hagkvæmasta staurabil
  • Teikna upp slóðir á milli mastra
  • Teikna upp aðkomuleiðir að línu og námum
  • Kostnaðar- og verkáætlun
  • Útboðshönnun
100 MVA 
Flutningsgeta
1 milljarður.ÍSK 
Kostnaður línu og tengivirkis
2014
Tekin í notkun

Búðarhálslína 1 og nýtt tengivirki Landsnets við Búðarháls og voru tekin formlega í notkun 10 janúar 2014 þegar Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðar- og viðskiptaráðherra spennusetti virkið og tengdi þar með Búðarhálsvirkjun við meginflutningskerfi Landsnets. Samkvæmt Landsneti var heildarkostnaður við byggingu Búðarhálslínu 1 og tengivirkisins við Búðarháls um einn milljarður króna en alls námu framkvæmdir Landsnets í flutningskerfinu á árinu 2013 um sjö milljörðum króna. Framkvæmdin í heild sinni bætir afhendingaröryggi raforku til almennings og fyrirtækja.