Búðarhálsstöð

Búðarhálsstöð stendur við Sultartangalón og er staðsett á milli Hrauneyjafossstöðvar og Sultartangastöðvar. Byggingarframkvæmdir á vegum Landsvirkjunar hófust í nóvember 2010 en virkjunin var tekin formlega í notkun í mars 2014. Uppsett afl virkjunarinnar er 95 MW og orkugeta allt að 585 GWst á ári. Í Búðarhálsvirkjun kom Mannvit að virkjunartillögum frá upphafi og sá m.a. um rannsóknir og verkhönnun vegna virkjunarinnar, útboðshönnun lokubúnaðar og þrýstipípa og gerð útboðsgagna og hönnunarrýni fyrir þann búnað. Auk þess að aðstoða verkkaupa við samningagerð kom Mannvit að úttektum í verksmiðjum framleiðenda á búnaði ásamt aðstoð við eftirlit á verkstað.

Búðarhálsvirkjun - Mannvit.is

Búðarhálsvirkjun nýtir vatn Tungnaár og Köldukvíslar.  Virkjað rennsli er um 280 m³/s.  Uppsett afl er 95 MW með tveimur Kaplan vélum með lóðréttan ás. Sporðöldulón sem er inntakslón virkjunarinnar er 7 km2 og er útbúið með 1,2 km löngum stíflum með 26 m hámarkshæð. Rúmmál lónsins er 50 GI og yfirfall með hámarksrennsli 1500 m³/s . Aðrennslisgöng eru með 400 m langan skurð sem veitir vatni frá Sporðöldulóni að stöðinni um 4 km löng aðrennslisgöng með 140 m2 þverskurðarflatarmál. Tvær 60 m þrýstipípur með 5,8 m þvermál og 40 m fallhæð tengja inntakið við stöðvarhúsið þar sem tveir 47,5 MW Kaplan hverflar með lóðréttan ás með stálspírala eru staðsettar. Stutt frárennslisgöng munu flytja vatnið frá stöðvarhúsinu að Sultartangalóni.

Verksvið

  • Forhönnun og síðar verkhönnun
  • Jarðfræðirannsóknir
  • Flóðareikningar
  • Straumfræðihönnun og burðarþolshönnun
  • Gerð hönnunarforsenda
  • Gerð kostnaðaráætlana
  • Gerð almennra útboðsgagna

Útboðs- og lokahönnun fyrir þrýstipípur, lokur og ristar:

  • Yfirferð tilboða
  • Framleiðslueftirlit
  • Reyndarteikningar
2x47,5 MW 
Hverflar
65.000 m³ 
Steypa
4 km 
Aðrennslisgöng

Á vatnasviði Þjórsár og Tungnaár eru sex vatnsaflsstöðvar Landsvirkjunar. Búrfellsstöð, Sultartangastöð, Hrauneyjafossstöð, Vatnsfellsstöð, Sigöldustöð og Búðarhálsstöð. Búðarhásstöð nýtir um 40 metra fall í Tungnaá úr frávatni Hrauneyjafossvirkjunar að Sultartangalóni. Búðarhálsstöð fullnýtir fall frá Þórisvatni að Búrfellsstöð og hámarkar þannig afrakstur af þeim orkulindum sem Landsvirkjun er trúað fyrir með sjálfbæra nýtingu, verðmætasköpun og hagkvæmni að leiðarljósi í samræmi við hlutverk fyrirtækisins.