Búrfellsstöð, endurnýjun búnaðar

Búrfellsstöð er staðsett efst í Þjórsárdal á Suðurlandi og var byggð á árunum 1969-1972. Hverflar Búrfellsstöðvar voru uppfærðir á árunum 1997-1998, sem jók uppsett afl úr 210 MW í 270 MW.

Inntaksristar og hluti lokubúnaðar í inntaki var endursmíðað og lagfært á árunum 1996-2003:

 • Inntaksristar voru endurnýjaðar ásamt körmum og leiðurum og bætt við vökvalyftibúnaði á efstu rist í hverju bili.
 • Árlokurnar fjórar við Ísakot voru teknar til viðgerðar og þær sandblásnar og málaðar. Legur, þéttingar, hitakerfi og vökvatjakkar voru endurnýjaðar.
 • Íslokurnar  við Ísakot voru teknar til viðgerðar og þær sandblásnar og málaðar. Legur, þéttingar, hitakerfi og vökvatjakkar voru endurnýjaðar.
 • Sandrásarlokum þremur var lokað varanlega með heithúðuðum stálhlerum, sem boltaðir voru á karma sem steyptir voru inn við útstreymisopið.
 • Hitakerfi fyrir árlokur og íslokur við Ísakot voru endurnýjaðar með hitatúbum og frostlagarkerfi, í stað rafmagnselementa sem fyrir voru.

Búrfell - Mannvit.is

Tæknilegar upplýsingar Búrfellsstöðvar:

 • Uppsett afl: 270 MW
 • Vélar: 6 Francis hverflar með lóðréttum ás
 • Heildarfallhæð: 115 m
 • Virkjað rennsli: 260 m³/s
 • Stíflugarður: Lengd 370 m
 • Aðrennslisgöng: ø10 m, lengd 1564 m
 • Fallpípur: 2 fallpípur, ø5,5-6,0 m, lengd 100 m
 • Frárennslisskurður: 250 m
 • Stöðvarhús: L / W / H: 85/19/31 m

Verksvið

 • Mat á ástandi og mat á viðhaldsþörf
 • Hönnun og vinnuteikningar
 • Útboðsgögn og mat tilboða
 • Aðstoð við innkaup
 • Verkumsjón og eftirlit
 • Umsjón með prófunum
 • Reyndarteikningar og samantekt hönnunargagna
 • Eftirlits- og prófunarskýrslur
270 MW 
Uppsett afl
260 m³/s 
Virkjað rennsli
2.300 GWst 
Árleg orkuvinnslugeta

Búrfellsstöð var stærsta aflstöð landsins þar til Fljótsdalsstöð var vígð árið 2007. Búrfellsstöð er í eigu Landsvirkjunar sem vinnur rafmagn úr endurnýjanlegum orkugjöfum, vatnsafli, jarðvarma og vindi. Landsvirkjun framleiðir liðlega 73% allrar raforku í landinu (2014) og er því langstærsti vinnsluaðili raforku á Íslandi.