Búrfellsstöð II - Eftirlitsprófanir

Mannvit hafði eftirlit með framkvæmdum fyrir Landsvirkjun vegna Búrfellsvirkjunar II. Það fólst meðal annars í því að sýni voru tekin til að sannreyna fyrirskrifaða eiginleika. Sýni voru tekin á ýmsum stigum framkvæmdar og þau voru síðan prófuð á rannsóknarstofu Mannvits. Einkum voru tekin sýni af steypu og sprautusteypu, t.d. úr aðrennslis- og frárennslisskurðum, úr aðkomu- og kapalgöngum, úr munna aðkomuganga og  í stöðvarhúsi. Fylliefnaprófanir voru gerðar á sýnum úr námum af svæðinu.

Eftirfarandi prófanir voru gerðar af sérfræðingum á rannsóknarstofu Mannvits:

  • Prófanir á steypusýnum:
    • Þrýstistyrkur sívalninga (þrýstiþol, brotstyrkur, steypustyrkur, styrkleikaflokkur)
    • Loftdreifing (lofttalning)
    • Brotorkupróf á trefjabentri sprautusteypu og mæling á trefjainnihaldi
    • Frostflögnun (frostþíðupróf, frostþol, veðrunarþol)
    • Togstyrkur kjarna / togprófun á sprautusteypukjörnum (togþol)
  • Prófanir á fylliefnum:
    • Sáldurferill (kornastærð, kornakúrfa, kornastærðargreining)
    • Kornarúmþyngd
    • Mettivatn/vatnsdrægni

 

 

Framkvæmdaeftirlit Búrfellsvirkjunar - Mannvit.is

Alls voru gerð 268 próf á rannsóknarstofu Mannvits, þar af 229 þrýstistyrkspróf á sívalningum, sjá nánar í töflu:

PRÓF

Fjöldi

STEYPA/SPRAUTUSTEYPA

 

Þrýstistyrkur sívalninga

229

Loftdreifing

8

Brotorkupróf á trefjabentri sprautusteypu

10

Mat á trefjainnihaldi

1

Frostflögnun

5

Togstyrkur kjarna (togprófun á sprautusteypukjörnum)

11

FYLLIEFNI

 

Sáldurferill

2

Kornarúmþyngd

1

Mettivatn/vatnsdrægni

1

Verksvið

Rannsóknir á byggingarefnum, steypu og fylliefnaprófanir.

Styrkleikaprófanir

Togstyrkur kjarna 

26.750 m³ 
Steypumagn
17.100 m³ 
Staðsteypa
2016-2018
Framkvæmdatímabil