Berlínarkastali

Humboldt Forum er hluti af Berlínarkastala í Þýskalandi sem mun hýsa safn, háskóla og stórt sýningarsvæði á jarðhæð. Uppgerður kastali í sögufrægum hluta Berlínar verður miðstöð fyrir fólk úr öllum heimshornum, til að kynnast og deila hugmyndum sínum. GTN, sem er dótturfélag Mannvits, hefur það hlutverk að sjá um skipulag og framkvæmdaeftirlit með lögnum og loftræstingu fyrir verkið í heild sinni.

 

Myndir © Berlin Palace - Humboldtforum Foundation/Hi.Res.Cam GmbH.

 

Verksvið

Skipulag og framkvæmdaeftirlit með lögnum og loftræstingu.

2019
Endurbyggingu lokið
1443
Byggt
€590 milljónir 
áætl. kostnaður

„Sjálfbærni og orkusparnaður eru lykilatriði í þessu byggingarverkefni. Ásamt því að nýta hefðbundna orkusparandi tækni er jarðhiti einnig nýttur með það að markmiði að draga úr notkun á kolefnaeldsneyti og þannig draga úr útblæstri koltvísýrings. Verkefnið mun njóta góðs af reynslu okkar í sambærilegum stórum verkefnum, eins og Reichstag byggingunni, sem er sögufræg bygging í Berlínarborg.“

Gerd Möllmann

Verkefnisstjóri