Betri nýting auðlindar í Olkaria, Kenía
KenGen samdi við Mannvit um ráðgjöf varðandi betri nýtingu á jarðvarmaauðlind þeirra í Olkaria, Kenía. Í Olkaria eru nú þegar framleidd um 530 MW á svæði KenGen og þetta verkefni gæti, eftir því hvaða leið er valin, bætt um 7-50 MW við þá tölu. Þrjár leiðir voru skoðaðar. Tvær þeirra snúast um að bæta holutoppsstöðvum inn í vinnuhring stöðvanna en sú þriðja felur í sér endurbætur á núverandi stöðvum. Leiðirnar voru skoðaðar með tilliti til tækni, kostnaðar, útfærslu á framkvæmd og hagkvæmni verkefnisins fyrir eigendur og samfélagið. Verkefnið var leyst í samstarfi við Verkís og keníska ráðgjafa.
Verksvið
Ráðgjöf
„Við höfum unnið nokkrar skýrslur fyrir KenGen um svæði þeirra og stöðvar í Olkaria. Þetta verkefni var áhugavert að því leyti að það snérist um að bæta nýtingu auðlindarinnar sem er mikilvægt verkefni um allan heim í dag. Við vonumst einmitt til að taka þátt í fleiri verkefnum innan núverandi jarðvarmastöðva sem snúa að því að nýta auðlindina sem best.“
Verkefnisstjóri