Blöndulína 3 - Verkhönnun

Mannvit hafði yfirumsjón með verkhönnun Blöndulínu 3, 220 kV háspennulínu frá Blönduvirkjun að Akureyri. Verkefnið felst í byggingu nýrrar 220 kV loftlínu frá Blöndustöð að Akureyri. Fyrsta stig hönnunar og gögn fyrir umhverfismat fela í sér frágang á staursetningu línunnar, vali á gerð mastra, undirstaða, leiðara og einangrara, athugun og kortlagningu efnistökusvæða, kostnaðaráætlun sem byggir á magntölum, framkvæmda og mannaflaáætlun auk lýsinga á helstu forsendum. Línan er hönnuð fyrir 470 MVA flutning þó að hækkun á hitastigi leiðara úr 50°C í 70°C bjóði upp á 560 MVA flutningsgetu. Að auki felst hluti verkefnisins í að breyta núverandi Rangárvallalínu 1 (132 kV) vegna nýju línunnar og lagningu 132 kV jarðstrengs frá fyrirhugðu tengivirki við Kífsá ofan við Akureyri að tengivirkinu á Rangárvöllum.

Verksvið

  • Mat á umhverfisáhrifum (MÁU)
  • Þrívíddarteikningar fyrir MÁU
  • Kortlagning efnisnáma og áætlun efnistöku
  • Álagsforsendur
  • Yfirfara gerðir mastra og hönnun
  • Staursetja línuna  
  • Ákveða hagkvæmasta staurabil
  • Teikna upp slóðir á milli mastra
  • Teikna upp aðkomuleiðir að línu og námum
470 MVA 
Flutningsgeta
220 kV 
Spenna
107 km 
Lengd háspennulínu

Árið 2008 hóf Landsnet hóf undirbúning að lagningu 220 kV Blöndulínu 3. Línan liggur um fimm sveitarfélög; Húnavatnshrepp, Sveitarfélagið Skagafjörð, Akrahrepp, Hörgársveit og Akureyrarkaupstað. Verkefnið tengist áformum um uppbyggingu orkufreks iðnaðar í Eyjafirði, en er jafnframt fyrsti áfangi í endurbyggingu byggðalínuhringsins fyrir aukinn orkuflutning.