Brúarvirkjun
Tungufljót á upptök sín ofan af Haukadalsheiði og rennur í Hvítá við bæinn Bræðratungu. HS Orka reisti rennslisvirkjunina í efri hluta Tungufljóts í Biskupstungum í þeim hluta árinnar sem rennur milli jarðanna Haukadals II og Brúar ofan þjóðvegar að Gullfossi. Umfang Brúarvirkjunar er tiltölulega lítið og staðsetning heppileg með tillit til sjónrænna áhrifa. Uppsett afl er 9,9 MW og virkjunin framleiðir um 82,5GWst/ári. Aðalstífla liggur þvert yfir farveg Tungufljóts rétt ofan við ármót Stóru-Grjótár og þaðan er áin leidd í um 1700 metra löngum neðanjarðar aðrennslisgöngum að stöðvarhúsi.
Mannvit kom að stórum þáttum í undirbúningi virkjunarinnar, allt frá jarðfræðirannsóknum og mati á umhverfisáhrifum til hönnunar og verkefnagátar til aðstoðar á framkvæmdatíma.
Vegna virkjunarframkvæmda fór HS Orka í mótvægisaðgerðir á svæðinu í samstarfi við Skógrækt ríkisins. Annars vegar var ráðist í endurheimt birkiskóga og hins vegar endurheimt votlendis. Vorið 2018 voru gróðursettar 25 þúsund birkiplöntur í alls 10 hektara. Endurheimt votlendis felst í uppfyllingu skurða í landi Mosfells í Grímsnesi með efni af bökkum skurðanna.
Verksvið
- Jarðfræðirannsóknir
- Forrannsóknir
- Rennslismælingar
- Straumfræðihönnun
- Mat á virkjunarkostum
- Mat á umhverfisáhrifum
- Burðarþols- og vélahönnun
- Verk- og lokahönnun
- Kostnaðaráætlun
- Útboðsgögn og mat á tilboðum
- Aðstoð við samningagerð
- Verkefnagát
- Aðstoð við eftirlit
- Aðstoð á framkvæmdatíma
- Kynningarmyndband
9,9 MWe
Uppsett afl49 m.
Fallhæð82,5 GWst/ári
OrkuframleiðslaBrúarvirkjun kynningarmyndband