Brýr í Grilstad Marina, Noregi

Mannvit, í samstarfi við Prosjektutvikling Midt-Norge, vann að hönnun á 5 brúm í nýju bryggjuhverfi sem ber heitið Grilstad Marina í Þrándheimi. Grilstad Marina er staðsett austan við miðbæ Þrándheims og verður sambland af íbúðar-, skrifstofu- og verslunarhúsnæði.

Hlutverk Mannvits í verkefninu snéri að hönnun á tveimur vegbrúm og þremur göngu- og hjólabrúm. Vegbrýrnar eru tveggja akreina 67 metra og 20 metra langar auk göngu- og hjólreiðastíga en göngubrýrnar þrjár eru úr stáli 18-73 metra langar. Heildarkostnaður verkefnisins var um 500 milljónir króna.

Verksvið

Fullnaðarhönnun á  2 steyptum akbrúm og 3 göngubrúm úr stáli ásamt gerð útboðsgagna. 

Byggingar og verkfræði ráðgjöf, ráðstafanaflokkur 3

5
Brýr
73
Lengsta brúin
2012
Verktími