Brýr við hraðbraut í Noregi

Mannvit var ráðgjafi við hönnun á nokkrum brúm í Noregi, á og við E18 hraðbrautina sem liggur milli Óslóar og Stokkhólms. Í E18 Retved-Vinterbro verkefninu á að skipuleggja og hanna seinasta hlutann í nýrri 4 akreina H9 hraðbraut frá landamærum Svíþjóðar til Vinterbro austan Óslóar.

Verksvið

Forhönnun brúa og annarra steyptra mannvirkja, burðarvirkjahönnun.

1680
Heildarlengd
H9
Hraðbraut
345
Lengsta brúin

"Það er skemmtileg áskorun að taka þátt í hönnun 11 brúa sem samtals eru um 1.680 m, sú stysta 25 m og sú lengsta 345 m. Þetta er að öllum líkindum meira magn brúa en byggt hefur verið á Íslandi undanfarin 10 ár."

Torfi G. Sigurðsson

Verkefnisstjóri