BREEAM vistvottun, Urriðaholt
Mannvit vann að vistvottun Urriðaholts í Garðabæ samkvæmt BREEAM Communities matskerfinu. Urriðaholt er fyrsta hverfið hér á landi til að fá slíka vottun og fyrsta alþjóðlega verkefnið til að fá vottun samkvæmt 2012 útgáfu matskerfisins. Með vottuninni er staðfest að sjálfbær þróun og áhersla á umhverfi og skipulag sé leiðarljósið. Vistvottunin mætir óskum íbúa og fyrirtækja um gæði, öryggi, fjölbreytni, náttúruvernd og aðgengi að útivistarsvæðum. Mannvit var ráðgjafi Urriðaholts hf. við skipulagsvinnuna sem matsaðili BREEAM Communities.
Vottunin staðfestir að Urriðaholt uppfyllir skilyrði BREEAM Communities kerfisins um gott skipulag sem unnið hefur verið frá grunni með sjálfbæra þróun og virðingu fyrir umhverfi og samfélagi að leiðarljósi. Grunnhugsunin er að vanda vel alla skipulagsvinnu með öflugri greiningarvinnu, víðtæku samráðsferli og ítarlegum gátlistum. Þannig er lagður grunnur að áhugaverðu samfélagi, skipulagi sem er endingargott, öruggt og aðlaðandi til búsetu og býður uppá góða aðstöðu til útivistar.
Í vottunarkerfi BREEAM er horft til fimm efnisflokka sem miða að því að meta og bæta sjálfbærni hverfisins. Flokkarnir eru:
- Samráð og stjórnun
- Félagsleg og efnahagsleg velferð
- Auðlindir og orka
- Landnotkun og vistfræði
- Samgöngur og aðgengi

Í tengslum við veitingu viðurkenningar vistvottunarinnar fór fram málþing um vistvottun skipulags Urriðaholts þann 10. maí 2016. Við þetta tækifæri afhenti Cary Buchanan, fulltrúi Breeam Communities, Gunnari Einarssyni bæjarstjóra í Garðabæ formlega staðfestingu á Breeam vistvottun Urriðaholts. Ólöf Kristjánsdóttir, samgönguverkfræðingur hjá Mannviti og leyfishafi til að meta skipulag samkvæmt Breeam Communities matskerfinu flutti erindi á málþinginu. Í erindi sínu sagði Ólöf að vottunarferlið væri mjög umfangsmikið og lagskipt verkefni. Grunnvottun rammaskipulagsins væri sá grunnur sem síðan nýtist fyrir allt deiliskipulagið. Nú væri deiliskipulag annars áfanga norðurs kominn með lokavottun og einkunnina very good. Byrjað væri að meta næsta áfanga, sem er restin af norðursvæðinu og upp á háholtið. Cary Buchanan gerði grein fyrir áherslum BREEAM Communities og ávinningi vottunar fyrir íbúa hverfisins í sínu erindi. Sigríður Björk Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Vistbyggðarráðs, setti málþingið og Ásdís Hlökk Theodórsdóttir, forstjóri Skipulagsstofnunar flutti einnig erindi. Sjá kynningar hér.
Myndir: Urriðaholt og Sveinn Speight.
Verksvið
Vistvottun í BREEAM
1600
Íbúðir7000-9000
Íbúar40
Kaflar matskerfisVistvottunin tryggir m.a. að í hverfinu sé hugað að eftirfarandi atriðum: • Skjólrík leiksvæði • Torg á háholtinu þar sem er mögulegt að sitja úti í góðu veðri • Öruggar gönguleiðir í skóla og leikskóla • Hugað að öryggi gangandi og hjólandi, með nálægð húsa við gönguleiðir • Gott aðgengi að strætóstöðvum í göngufjarlægð • Blágrænar ofanvatnslausnir til að tryggja gróðurvænt umhverfi og verndun Urriðavatns • Góðar tengingar við Urriðavatn og önnur útivistarsvæði • Hjólastígur við Urriðaholtsstræti • Sturta og hjólastæði á vinnustöðum • Hjólastæði eru í götum, við strætóskýli og við fjölbýlishús • Þægileg lýsing utandyra, minni ljósmengun
Urriðaholt ehf.