BREEAM vottun Vífilsstaðalands
BREEAM Communities vottun á aðalskipulagi Vífilsstaðalands í Garðabæ ásamt BREEAM vottun á deiliskipulagi á svæðinu. Svæðið allt er mikilvægur hlekkur milli þéttbýlis og óbyggðra náttúrusvæða í nærumhverfi þess. Meginmarkmið skipulagsins er að móta heilsteypt skipulag vistvænnar byggðar, fjölbreyttrar íþróttastarfsemi og almennrar útivistar í sátt við náttúru svæðisins. Með BREEAM Communities vottun skipulagsins er tryggt að skipulagsgerðin taki mið af þessum markmiðum með því að ýta undir uppbyggingu sjálfbærari samfélaga.

Sérfræðingar Mannvits höfðu yfirumsjón með matsferlinu, veita ráðgjöf um ferlið og leiðbeiningar við úrvinnslu krafna ásamt því að meta hvort skipulagsferlið og gögn uppfylli kröfur sjálfbærnimatskerfisins.
Ljósmynd: Batteríið
Verksvið
- Yfirumsjón með matsferlinu
- Ráðgjöf um BREEAM ferlið
- Leiðbeiningar við úrvinnslu krafna
- Mat hvort skipulagsferlið og gögn uppfylli kröfur