BREEAM vottun, Orkumúli

Mannvit vinnur að BREEAM Communities vottun á 2,7 ha svæði sem markast af Suðurlandsbraut, Grensásvegi, Ármúla og nýrri götu, Orkumúla, sem tengir Suðurlandsbraut og Ármúla. Skipulagsgerðin felst í enduruppbyggingu á því svæði þar sem Orkuhúsið stendur núna. Fyrirhugað er að þar verði blandað hverfi með íbúðum, skrifstofum, verslunum og þjónustu. Þannig getur skapast spennandi borgarumhverfi með iðandi mannlífi frá morgni til kvölds. Mannvit er með réttindi til vottunar skv. BREEAM  matskerfinu en það er nytsamlegt verkfæri samhliða skipulagsgerð sem nokkurskonar leiðarvísir að vistvænu markmiði. Mannvit vinnur einnig að BREEAM Communities vottun þriggja annarra svæða á höfuðborgarsvæðinu.

Verksvið

  • Yfirumsjón með matsferlinu
  • Ráðgjöf um ferlið
  • Úrvinnsla gagna
  • Skipulagsgerð