Breikkun Hringvegarins frá Hveragerði að Biskupstungnabraut

Mannvit sinnti forhönnun og verkhönnun fyrir breikkun Hringvegarins (1), frá Kambarótum að vegamótum Hringvegar og Biskupstungnabrautar, sem er um 12 km kafli. Á vegkaflanum voru hannaðar átta steyptar brýr og undirgöng og fimm bárustálsundirgöng, þar af ein ætluð til aksturs. Á Hringvegi verða tvenn tvöföld hringtorg og tvenn hliðfærð T-vegamót. Auk þess eru hluti af verkefninu hliðarvegir, samtals um 9 km. Hjólaleið verður eftir hliðarvegi alla leiðina á milli Hveragerðis og Selfoss. Markmið framkvæmdarinnar er aukið umferðaröryggi með aðskilnaði akstursstefna og fækkun tenginga við Hringveg ásamt því að auka umferðarrýmd vegakerfisins milli Hveragerðis og Selfoss. Jafnframt gerði Mannvit kynningarmyndband fyrir framkvæmdina.

Hringvegurinn Selfoss Og Hveragerði

Verksvið

Verkfræðihönnun og kynningarmyndband.

12
Kílómetrar
2
Vegamót
8
Brýr

„Með þessari framkvæmd eykst umferðaröryggi til muna á þessum fjölfarna vegakafla. Það er því mjög jákvætt að Vegagerðin hafi ráðist í þessa framkvæmd enda sjáum við að fjölgun ferðamanna veldur enn meiri umferðarþunga á þessu svæði en áður hafði verið áætlað.“

Viðar Jónsson

Verkefnisstjóri

Play

Myndband breikkun Hringavegar Hveragerði - Selfoss, 1. áfangi