Carbfix Climeworks kolefnisförgun
Íslenska nýsköpunarfyrirtækið Carbfix og hið svissneska Climeworks vinna sameiginlega að því að fanga og farga um 4.000 tonnum af CO2 úr andrúmslofti á ári hverju á Hellisheiði. Mannvit hefur unnið að uppbyggingu aðstöðu Climeworks, innan Jarðhitagarðs ON til að fanga CO2 úr andrúmslofti með sérþróaðri tækni Climeworks. Áætlað er að taka loftsuguverið í gagnið um mitt ár 2021. Carbfix tekur við koldíoxíðinu og fargar með niðurdælingu í berglög, þar sem það steingerist. Einstök tækni Carbfix við að binda koldíoxíð í bergi getur verið mikilvægur hlekkur til þess að Ísland nái loftlagsmarkmiðum sínum. Carbfix tæknina má jafnframt nýta á heimsvísu.
Mannvit hefur unnið náið með OR, eiganda Carbfix, í yfir 15 ár við rannsóknir, prófanir og þróun á tækni við að dæla koldíoxíði niður í jarðlög. Verksvið Mannvits í Carbfix verkefninu hefur verið yfirumsjón og samræming hönnunar, eftirlit með smíði, uppsetningu og umsjón með uppkeyrslu, ferilhönnun ásamt verkhönnun.

Photo: Climeworks.
Verksvið
- Yfirumsjón og samræming hönnunar
- Eftirlit með smíði, uppsetningu og umsjón með uppkeyrslu
- Ferilhönnun
- Verkhönnun
- Verkefnastjórnun
- Byggingarstjórnun
4000 tonn
Koldíoxíðbinding á áriHvernig virkar kolefnisföngun? Myndband frá ON Carbfix og Climeworks