Dýrafjarðargöng

Dýrafjarðargöng eru um 5,6 km löng og liggja milli Arnafjarðar og Dýrafjarðar, sem opnuð voru fyrir umferð í október 2020.  Göngin stytta Vestfjarðarveg um 27 km og koma í stað snjóþungs vegar yfir Hrafnseyrarheiði sem nú er aflagður.

Mannvit sá um hönnun og útboðsgagnagerð fyrir göngin; ákvað þversnið ganga í samráði við Vegagerðina og graftarmörk, áætlaði bergstyrkingar út frá jarðfræðirannsóknum, mat vatnsvarnir og gerð vatnsklæðinga, hannaði allar lagnir í göngunum og sá um hönnun vegar í göngum. 

Mannvit reiknaði einnig blásaraþörf fyrir loftræsingu ganganna og áætlaði fjölda og gerð blásara.  Við hönnun ganganna er tekið mið af norska veggangastaðlinum fyrir göng í sama gangaflokki, þ.e. með svipaða umferð.

Dýrafjarðargöng Jarðgöng

Verksvið

  • Hönnun og gerð útboðsgagna
  • Þversnið ganga og graftarmörk
  • Bergstyrkingar
  • Vatnsvarnir og vatnsklæðingar
  • Lagnir í göngum
  • Vegur í göngum 
  • Loftræsing ganga 
  • Aðstoð á framkvæmdartíma
5,6 km 
Lengd
10  
Útskot
90  
Hæð yfir sjávarmáli
Play

Dýrafjarðargöng - Myndband frá Vegagerðinni 3:31