Efnisprófanir flughlaðs Keflavíkurflugvelli

Við stækkun flughlaðs ISAVIA á Keflavíkurflugvelli voru gerðar stífar kröfur um kornastærð og þjöppun efnis sem fór í burðarlög. Allar efnisprófanir voru gerðar á rannsóknarstofu Mannvits fyrir verktakann.

Prófanirnar voru gerðar nánast daglega á mánaðartímabili frá seinni hluta júlímánaðar og fram undir miðjan ágúst árið 2015 og svo aftur frá miðjum október og fram undir lok nóvember sama ár.  Áhersla var á að gera  kornakúrfur og proctor punkta með modified aðferð.

 

Verksvið

Efnisprófanir á burðarlagi

  • Kornakúrfur
  • Proctor punktar