Endurnýjun Hverfisgötu og Frakkastígs
Mannvit kom að endurnýjun Hverfisgötu og Frakkastígs í miðborg Reykjavíkur en göturnar voru endurnýjaðar að öllu leyti. Verkkaupi var Umhverfis- og skipulagssvið Reykjavíkurborgar.
Við endurnýjunina var skipt um jarðveg og allar lagnir, lögð snjóbræðsla í gangstéttir og hjólastíga og yfirborð ýmist malbikað eða hellulagt, tré gróðursett og komið fyrir lýsingu og göngugötum.
Farið var í ýmsar aðgerðir til að bæta aðstæður gangandi og hjólandi vegfarenda um götuna og einnig voru bættar aðstæður fyrir blinda, sjónskerta og hreyfihamlaða. Settar voru sérstakar leiðilínur og varúðarsvæði í gönguleiðir á gatnamótum og við strætóbiðstöðvar. Strætóbiðstöðvum við götuna var fjölgað og flestar strætóbiðstöðvar við götuna voru upphækkaðar til að auðvelda inngöngu allra farþega í vagnana. Rampar liggja uppá strætóbiðstöðvarnar beggja vegna til að auðvelda aðgengi hreyfihamlaðra. Allar göngu- og hjólaleiðir eru upphitaðar ásamt bættri lýsingu, sem eykur öryggi allra vegfarenda.
Verksvið
Mannvit sá um alla forhönnun, útboðshönnun, útboðsgögn og kostnaðaráætlanir en Arkís var undirverktaki við landslagshönnun. Hönnun rafveitu og fjarskiptalagna er í höndum eigendanna sjálfra.
2013-2015
Verktími19
Húsnúmer Þjóðleikhússins1898
Hverfisgötu gefið nafn„Með þessari framkvæmd eru lagðir hjólastígar í Hverfisgötu og Frakkastíg á kostnað bílastæða. Með því er borgin að hvetja íbúa til að nota almenningssamgöngur og tvo jafnfljóta í auknum mæli. Framkvæmdir sem þessar eru jafnan umdeildar og rata mikið í fjölmiðla, sérstaklega þegar tafir verða á verklokum, en þegar upp er staðið eru flestir kátir.“
Verkefnisstjóri