Fjarskiptamál á Íslandi

Greining og áætlun um ljósleiðaravæðingu dreifbýlis á Íslandi. Kortlagning svæða og staða sem ekki eru tengd ljósleiðara, grófhönnun ljósleiðarakerfis, mat á umfangi og kostnaði við að koma kerfinu á. Miðað var við að tengja um 4000 byggingar í dreifbýli um land allt.

Verksvið

  • Greining
  • Kortlagning
  • Áætlun
  • Grófhönnun

"Það var virkilega ánægjulegt að vinna að verkefni sem þessu sem stuðlar að því að landið allt verði áfram í byggð. Bætt fjarskipti eru ein forsenda nútíma lifnaðarahátta og því var skoðað í hverju þau fjarskipti gætu falist og stærðagráða slíks verkefnis. Horft var til ljósleiðaravæðingar sem langtímalausnar þar sem sérþekking Mannvits nýttist vel."

Magnús Hauksson

Verkefnisstjóri