Fjölbrautaskóli Suðurlands

Mannvit vann að stækkun verknámsaðstöðu Fjölbrautaskóla Suðurlands. Hlutverk Mannvits var á sviði hönnunar á burðarþoli, lagna, loftræsingar, jarðtækni og raflagna. 
Í verknámshúsi Fjölbrautaskóla Suðurlands, sem nefnist Hamar fer fram kennsla í tré, málm-, raf- og háriðn ásamt tækniteikningu, bóklegum fögum og námskeiðum í tölvuhönnun og sértækum iðnum. Verkefnið snérist um gerð viðbyggingar og endurgerð eldra húsnæðis Hamars ásamt endurnýjun búnaðar.  Fjögur sveitarfélög á Suðurlandi eiga aðild að skólanum en þetta eru Sveitarfélagið Árborg, Héraðsnefnd Árnesinga (án Árborgar), Héraðsnefnd Rangæinga og Héraðsnefnd Vestur- Skaftfellinga.

Samkvæmt Framkvæmdasýslu ríksins er stækkunin, breytingar á aðstöðunni og endurnýjun á búnaði skólans bylting fyrir nemendur og starfsfólks skólans. "Eftir breytingarnar er verknámsdeild FSU einn best búni framhaldsskóli landsins í þeim verknámsgreinum sem þar eru kenndar."

 

 

Verksvið

  • Jarðvinna
  • Burðarþol
  • Lagnir 
  • Loftræsing
  • Raflagnir
1700 m² 
Viðbygging
2015-2016
Verktími
2.876 m² 
Heildarstærð