Fljótsdalslínur 3 og 4, Eftirlit
Mannvit sá um eftirlit með framkvæmdum við Fljótsdalslínu 3 og 4.
Um er að ræða tvær 400 kV háspennulínur frá Fljótsdalsstöð að álveri Reyðaráls. Verkið samanstendur af vegagerð (slóðagerð), jarðvinnu við undirstöður, uppsteypu á undirstöðum og niðursetningu á þeim, reisingu mastra og strengingu á leiðara. Línurnar er um 110 km langar. Mannvit sá um eftirlit með framkvæmdum við undirstöður, vegagerð, samsetningu á turnum og reisingu ásamt strengingu leiðara.
Verksvið
- Framkvæmdaeftirlit
- kostnaðargát
- yfirferð reikninga
- áhættumat og ÖHU
- skýrslugerð