Flugeldsneytislögn á Keflavíkurflugvelli

Mannvit sá um hönnun og gerð útboðsgagna fyrir eldsneytisafgreiðslukerfi ISAVIA á Keflavíkurflugvelli.

Um er að ræða nýja 1350 m flugeldsneytislögn, sem tengir Keflavíkurflugvöll við birgðastöð í Helguvík, ásamt afgreiðslu- og tengibrunnum í nýtt flughlað vestan flugstöðvarbyggingarinnar. Einnig nýja eldsneytisafgreiðslulögn sem tengir saman birgðastöð og núverandi afgreiðslulagnir við flugstöð. Allar lagnir liggja neðanjarðar og eru miklar kröfur gerðar um öryggi og vandaðan frágang þegar flugeldsneyti er annars vegar.

Verksvið

Verkefni Mannvits fólst í hönnun lagnakerfis og gögnum fyrir jarðvegsvinnu- og frágang. Mannvit vann einnig útboðsgögn, verklýsingar og kostnaðaráætlun og hafði umsjón með innkaupum á sérhæfðum búnaði erlendis frá.

1350
Lengd eldsneytislagnar
3,8 milljónir 
Farþegar 2014
1943
Opnun Keflavíkurflugvallar

Helsta áskorun sem hönnuðir Mannvits stóðu frammi fyrir við þetta verkefni er að hönnun þarf að taka mið af ströngu skipulagi við framkvæmdina þar sem umferð um flughlöð er í fullum gangi á meðan framkvæmdir standa yfir. Einnig er um að ræða sérhæfðan búnað og strangar öryggiskröfur vegna eldsneytis í neðanjarðarlögnum.

Már Sigurðsson

Verkefnisstjóri