Flugvellir á Grænlandi, Tasiilaq

Verkefnið snýr að skoðun valkosta á staðsetningu og frumhönnun á flugvellinum í Tasiilaq á Grænlandi. Verkefnið er unnið fyrir grænlensk stjórnvöld og er það hluti af skoðun á heildarskipulagi flugvalla á Grænlandi til framtíðar.

Verksvið

Skoðun valkosta á staðsetningu og frumhönnun.

„Aukinn áhugi á Grænlandi og fjölgun ferðamanna þar hefur beint athyglinni að skipulagi og staðsetningu flugvalla, þannig að þeir þjóni sem best þörfum samfélagsins. Það hefur verið einstaklega gaman að taka þátt í þessu verkefni og fá innsýn í þær áskoranir sem geta fylgt mannvirkjagerð á afskekktum stöðum, s.s. eins og að hafa hólkinn alltaf meðferðis til að verjast ísbjörnum.“

Már Sigurðsson

Verkefnisstjóri