Fosshótel Jökulsárlón
Fosshótel sem er í eigu Íslandshótela reisir nýtt 104 herbergja 4 stjörnu hótel á Hnappavöllum í Öræfasveit, milli Skaftafells og Jökulsárlóns. Framkvæmdir hófust um miðjan apríl 2015 og gengu vel fyrir sig, hótelið var opnað í júní 2016. Mannvit sá um alla verkfræðihönnun hótelsins en hönnun á krosslímdum timbureiningum sem notaðar eru í burðarþol 1. og 2. hæðar er gerð í samstarfi við austurríska fyrirtækið KLH. Jafnframt sá Mannvit um ráðgjöf varðandi vatnsöflun og aðkomuveg hótelsins, jarðvegsrannsóknir, gerð jarðtækniskýrslu, auk rannsókna á steypu.
Verksvið
- Öll verkfræðihönnun
- Ráðgjöf varðandi vatnsöflun
- Ráðgjöf varðandi aðkomuveg
- Jarðvegsrannsóknir
- Gerð jarðtækniskýrslu
- Steypurannsóknir
104
Herbergi350 km
Fjarlægð frá Rvk.785
Póstnúmer„Það er að ýmsu að huga þegar byggt er í sveitinni. Skólphreinsun er leyst með tveggja þrepa skólphreinsistöð ásamt set- og miðlunartönkum, bora þarf fyrir köldu vatni, heitt vatn er hitað upp með rafmagni og ráðast þurfti í vegagerð fyrir verkefnið. Framkvæmdatími burðarvirkis hæða er mjög skammur með krosslímdum tréeiningum sem er mikilvægur liður í að stytta framkvæmdatíma og auðvelda efnisflutninga.“
Verkefnisstjóri