Framleiðslueftirlit með CE merktu steinefni

Rannsóknarstofa Mannvits hefur til áratuga aðstoðað framleiðendur steinefnis við að innleiða og viðhalda framleiðslueftirliti, einkum vegna steinefna til nota í steinsteypu og í malbik. Steinefni sem rannsóknarstofa prófar eru m.a.; fylliefni, sandur og möl, steypuefni, vegagerðarefni, grús, púkk, mulningur, púkkmulningur, brotið efni og vélunnið efni.

Þjónustan er þríþætt:

- Aðstoða framleiðendur við að stilla upp og innleiða virkt eftirlitskerfi. Sérhvert kerfi er sérsniðið að hverjum framleiðanda fyrir sig.

- Aðstoða framleiðendur við að fara í gegn um CE merkingu á steinefni.

- Framkvæma prófanir á CE merktu steinefni til staðfestingar á samræmi við efnislýsingu framleiðanda. Þessar prófanir eru reglubundnar og til samræmis við kröfur þess staðals sem efnið er CE merkt samkvæmt. [samræmismat, vottað efni, vottun.]

 

_DSC8197_edit.jpg

Þær prófanir sem einkum er um að ræða eru eftirtaldar:

 • Sáldurferill [kornakúrfa, kornastæðargreining, kornastærð]
 • Mettivatn/vatnsdrægni og rúmþyngd
 • Kornalögun
 • Vatnleysanlegt klóríð [saltinnihald, klóríðinnihald, saltmæling]
 • Berggreining [berggerð, basalt, basaltgler, ummyndun, ummyndað, blöðrótt, blöðrur]
 • Veðrunarþol [frostþíðupróf, frostþol]
 • Alkalívirkni
 • LA próf [styrkleikapróf, Los Angeles próf]
 • Kvarnargildi [kúlnakvörn, slitþol]
 • Kornalögun [kleyfnistuðull, shape index]
 • Brothlutfall
 • Skeljainnihald
 • Efnafræðilegir eiginleikar [sýruleysanlegt súlfat, heildar brennisteinn]

Verksvið

Prófanir á CE merktu steinefni