Framtíðarflugvallarsvæði fyrir höfuðborgarsvæðið

Skoðun á 15 valkostum um nýjan innanlandsflugvöll og hönnun á 5 valkostum fyrir Reykjavíkurborg og Innanríkisráðuneytið. Hönnunarforsendur fyrir lengd flugbrautanna var 1.8 km og 1.5 km. Verkefni Mannvits var á sviði verkefnisstjórnunar, frumhönnunar á valkostum, skýrslugerð, gerð kostnaðaráætlunar, teikningar og þrívíddarhönnun. 

Verkefnið skiptist í eftirfarandi meginþætti: 

  • Skilgreina kröfur, sem gera þarf til nýs flugvallar á höfuðborgarsvæðinu, sem  fullnægir þörfum innanlandsflugs á næstu 20-30 árum.  Þarfir annarrar  flugstarfsemi eru einnig teknar til greina eftir því sem unnt er. 
  • Kanna mögulega staði, þar sem byggja má flugvöll, sem fullnægir ofangreindum  kröfum. 
  • Velja vænlegustu staðina (1-3),  móta þar flugvöll ásamt nauðsynlegum  athafnasvæðum og meta kostnað við gerð flugvallar og byggingu nauðsynlegra  mannvirkja ásamt tengingu flugvallar við stofnbrautakerfið. Kostnaðartölur skyldi nota í hagrænni úttekt. 

Verksvið

  • Verkefnisstjórnun
  • Hönnun
  • Gerð kostnaðaráætlunar
  • Teikningar og þrívíddarhönnun
15
Valkostir
2007
Verklok
14
Áætlunarflugvellir á Íslandi

Reykjavíkurflugvöllur er miðstöð innanlandsflugs á Íslandi. Völlurinn er einn af fjórum alþjóðlegum flugvöllum á Íslandi en millilandaumferð um hann er þó að mestum hluta á vegum einkaðila. Alls fara u.þ.b. 400 þúsund farþegar um völlinn á hverju ári.

Play

Framtíðarflugvallarsvæði fyrir höfuðborgarsvæðið, Hólmsheiði og Löngusker