Frystigeymsla Eskju Eskifirði
Eskja reisti nýtt uppsjávarfrystihús á Eskifirði árið 2016 og í maí 2020 hófst uppbygging á 3200 m2 frystigeymslu ásamt um 800 m2 tengibyggingu. Í frystigeymslunni eru tveir aðskildir frystiklefar, og hófst prufukeyrsla annars klefans í október 2020.
Þegar mannvirkið verður fullbúið verður sjálfvirkni í flutningi afurða frá frystihúsi og á geymslustað í frystiklefanum, en hann er búinn rekkakerfi og rúmast því vel í klefanum, eða um 9.000 tonn.
Mannvit sér um umsjón og eftirlit, landmælingar og byggingarstjórn ásamt verkefnastjórn fyrir verkkaupa.

Aðalverktaki var Verkþing, Borgarafl sá um stálgrind og klæðningar, Kári Arnórsson ehf um frystiklefa. Rafeyri með raflagnir og Kælismiðjan Frost með tækjabúnað.
Verksvið
- Umsjón og eftirlit
- Landmælingar
- Byggingarstjórn
- Verkefnastjórn fyrir verkkaupa
3200 m2
Frystigeymsla9.000 tonn
Geymslurými800 m2
TengibyggingByggingarframkvæmdir við nýja frystigeymslu Eskju