Frystigeymsla Eskju Eskifirði

Eskja reisti nýtt uppsjávarfrystihús á Eskifirði árið 2016 og í maí 2020 hófst uppbygging á 3200 m2 frystigeymslu ásamt um 800 m2 tengibyggingu. Í frystigeymslunni eru tveir aðskildir frystiklefar, og hófst prufukeyrsla annars klefans í október 2020.

Þegar mannvirkið verður fullbúið verður sjálfvirkni í flutningi afurða frá frystihúsi og á geymslustað í frystiklefanum, en hann er búinn rekkakerfi og rúmast því vel í klefanum, eða um 9.000 tonn.

Mannvit sér um umsjón og eftirlit, landmælingar og byggingarstjórn ásamt verkefnastjórn fyrir verkkaupa.

Frystigeymsla Í Byggingu

Aðalverktaki var Verkþing, Borgarafl sá um stálgrind og klæðningar, Kári Arnórsson ehf um frystiklefa. Rafeyri með raflagnir og Kælismiðjan Frost með tækjabúnað.

Verksvið

  • Umsjón og eftirlit
  • Landmælingar
  • Byggingarstjórn
  • Verkefnastjórn fyrir verkkaupa
3200 m2   
Frystigeymsla
9.000 tonn 
Geymslurými
800 m2 
Tengibygging
Play

Byggingarframkvæmdir við nýja frystigeymslu Eskju