Frystihús Síldarvinnslunnar

Mannvit vann að stækkun á vinnsluhluta uppsjávarfrystihúss Síldarvinnslunnar í Neskaupstað. Samhliða því fengu fjórir hráefnistankar við frystihúsið, sem höfðu lokið sínu hlutverki sem slíkir, nýtt hlutverk sem lýtur að umhverfis- og öryggismálum.

Mannvit hannaði hreinsistöð og voru tankarnir endurnýttir undir nýjar leiðir í hreinsun vinnsluvatns og einn tankurinn endurnýttur sem brunavatnsforði fyrir sprinklerkerfi hússins. Að því verkefni kom Mannvit ásamt starfsmönnum Síldarvinnslunnar. 

Verksvið

  • Lagnir og loftræsting
  • Byggingarstjórnun
  • Hönnun vélbúnaðar

 

"Uppsjávarfrystihús Síldarvinnslunnar hefur verið það öflugasta hérlendis og höfum við komið að flestum byggingaráföngum með einhverjum hætti. Fyrir tveimur árum var það stækkun pökkunarhlutans en í ár var það að undirbúa aukna vinnslugetu“

Valgeir Kjartansson

Verkefnisstjóri