Frystihús Síldarvinnslunnar

Mannvit vann að stækkun á vinnsluhluta uppsjávarfrystihúss Síldarvinnslunnar í Neskaupstað. Samhliða því fengu fjórir hráefnistankar við frystihúsið, sem höfðu lokið sínu hlutverki sem slíkir, nýtt hlutverk sem lýtur að umhverfis- og öryggismálum. Einn tankurinn var endurnýttur sem brunavatnsforði fyrir sprinkler-kerfi hússins og hinir undir nýjar leiðir í hreinsun fráveituvatns frá vinnslunni. Að því verkefni kom Mannvit ásamt starfsmönnum Síldarvinnslunar. 

Verksvið

"Uppsjávarfrystihús Síldarvinnslunnar hefur verið það öflugasta hérlendis og höfum við komið að flestum byggingaráföngum með einhverjum hætti. Fyrir tveimur árum var það stækkun pökkunarhlutans en í ár var það að undirbúa aukna vinnslugetu“

Valgeir Kjartansson

Verkefnisstjóri