Garpsdalur, vindorkugarður

Mannvit vinnur að undirbúningi vindorkugarðs í Garpsdal, Reykhólahreppi á Vesturlandi. Ráðgjöfin er á sviði verkefnisstjórnunar mats á umhverfisáhrifum en sérfræðingar Mannvits búa yfir mikilli reynslu á því sviði. Áform fyrirtækisins eru að setja upp allt að 35 vindmyllur á 3,3 ferkílómetra svæði á Garpsdalsfjalli sem munu framleiða allt að 130 MW af umhverfisvænni orku, í nálægt 500 metra hæð yfir sjávarmáli. Áætlaður kostnaður við verkefnið er 16 milljarðar króna að sögn EM Orku og beinar skatttekjur til íslenska ríkisins eru áætlaðar meira en 7,4 milljarðar króna yfir líftíma verkefnisins.

Vindorkugarðurinn verður tengdur við 132 kV tengivirkið í Geiradal með rafstreng sem lagður verður í jörðu. Í fyrirhuguðu skipulagi svæðisins mun verða lagt kapp á að lágmarka sjónræn áhrif og hljóðáreiti til nærliggjandi svæðis og tryggja lágmarksáreiti á nærumhverfi.

 

Myndir: EM Orka

Verksvið

  • Mat á umhverfisáhrifum
  • Landslags- og ásýndargreining
  • Jarðgrunnsathugun
  • Frumhönnun vegakerfis
  • Hljóðvist
3,3 km2 
Svæði
35
Vindmyllur
500
Hæð y.s.

"Spennandi að fá tækifæri til að vinna með erlendum aðilum sem komið hafa að uppbyggingu vindorkugarða víða í heiminum og fá þeirra innsýn á undirbúning slíkra verkefna."

Rúnar D. Bjarnason

Fagstjóri umhverfismál, Mannvit