Gas- og jarðgerðarstöð SORPU í Álfsnesi
Mannvit veitti verkfræðiráðgjöf vegna nýrrar gas- og jarðgerðarstöðvar sem Sorpu í Álfsnesi. Nýja aðstaðan er stórt skref í umhverfismálum á höfuðborgarsvæðinu þegar urðun á heimilisúrgangi verður nánast hætt. Væntingar standa til að yfir 95% úrgangs frá heimilum á höfuðborgarsvæðinu verið endurnýttur. Stöðin mun meðhöndla um 35.000 tonn af lífrænum heimilisúrgangi á ári og framleiða milljónir Nm3 af metangasi sem nýtast á ökutæki eða í iðnað af ýmsu tagi. Einnig verður til jarðvegsbætir sem nýta má í landgræðslu, skógrækt eða til landmótunar.
Tæknilausn frá danska fyrirtækinu Aikan A/S var valin í útboði á tæknilausn stöðvarinnar.
Gas- og jarðgerðarstöðin er á 82.000 m2 lóð í Álfsnesi en hægt verður að tvöfalda stærð stöðvarinnar ef þörf krefur. Stöðin samanstendur af móttöku fyrir úrgang, vinnslusal, 20 vinnslukróm og 10 þroskunarkróm fyrir jarðvegsbæti auk tanka til gasgerðar og svæðis til eftirflokkunar vegna gæðatryggingar á moltu og endurheimt endurvinnsluefna. Bygging stöðvarinnar er lykillinn í því að hætta urðun lífræns og brennanlegs úrgangs árið 2020 ásamt því að draga úr lyktarmengun frá urðunarstaðnum.
Verksvið
- Verkfræðiráðgjöf
- Gerð útboðsgagna
- Samningsgerð
- Rýni á hönnun
- Skjalastjórnun
- Utanumhald á áætlun og kostnaði
12.800 m2
Gólfflötur12.000 tonn/ári
Jarðvegsbætir35.000 tonn/ári
HeimilisúrgangurSORPA er í eigu sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu. Leiðarljós byggðarsamlagsins er að hámarka umhverfislegan ávinning en um leið að finna hagkvæmustu lausnir á meðhöndlun úrgangs.
SORPA