Grænna malbik
Við gerð göngu- og hjólastígs við Suðurlandsbraut 68-74 var notað 20% endurunnið malbik auk þess sem allt uppgrafið efni úr stígstæðinu var notað í hljóðmanir á svæðinu og þannig dregið úr akstri og losun gróðurhúsalofttegunda. Er þetta verklag viðhaft í fjölmörgum öðrum stígum sem Mannvit hannar og setur í útboð.

Endurunnið malbiksfræs er eingöngu notað í göngustíga, bílaplön og umferðarléttar götur til að uppfylla kröfur um magn og gæði steinefna ásamt asfalt prósentu malbiksins. Með þessu fyrirkomulagi er hægt að nýta betur takmarkaðar auðlindir, eins og bik og steinefni, íslenskum sem og erlendum.
Verkefnið styður við heimsmarkmið 12 um ábyrga neyslu og framleiðslu og 11 um sjálfbærar borgir og samfélög.
Verksvið
- Hönnun
- Útboð