Greiningar, eftirlit og rannsóknir

Mannvit rekur gríðarlega vel útbúna rannsóknarstofu að Víkurhvarfi í Kópavogi. Verkefni rannsóknarstofunnar eru flest á Íslandi en einnig hefur Mannvit sinnt verkefnum sem komið hafa erlendis frá, t.d. Grænlandi og Noregi. Verkefnin eru af ýmsum toga. Á rannsóknarstofunni eru gerðar allar hefðbundnar prófanir og margar sérhæfðar prófanir sem tengjast steinefni, steinsteypu, vegagerð, jarðtækni og bergtækni. Einnig eru gerðar stálprófanir, gasgreiningar, efnagreiningar á vatni, greiningar á bergi og tæringarprófanir. Rannsóknarstofan sinnir jafnframt plötuprófum.

Steinefni

Framleiðslu- og framkvæmdaeftirlit

 • Aðstoð við innleiðingu á kerfi vegna framleiðslueftirlits hjá steinefnaframleiðendum. 
  • Reglubundnar prófanir vegna framleiðslueftirlits á CE-merktum vöruflokkum hjá steinefnaframleiðendum.
  • Tilfallandi eftirlitsprófanir vegna ýmissa framkvæmda:

o Flugstoðir vegna flugvallaframkvæmda um allt land.
o Ístak og ÍAV vegna mannvirkja um allt land.
o Vegagerðin og verktakar vegna Reykjanesbrautar og ýmissa vegaframkvæmda.
o Ýmsir verktakar í tengslum við vegaframkvæmdir á öllu landinu.

 

Steinsteyputækni

Steypuefnisrannsóknir

Steinsteypa þarf að hæfa því umhverfi sem hún verður í. Verkefnum við steypuhönnun lýkur með verklýsingum og hönnunarforskriftum.

Dæmi um verkefni:

 • Hitaþolin steinsteypa, ýmis verkefni fyrir álverin.
  • Virkjun í Bjarnarflagi, unnið fyrir Landsvirkjun.
  • Hvamms-, Holta- og Urriðafossvirkjanir í Neðri-Þjórsá, unnið fyrir Landsvirkjun.
  • Ufsarstífla og Hraunaveita vegna Kárahnjúkavirkjunar, unnið fyrir Landsvirkjun.
  • Virkjanaframkvæmdir við Qurlortorsuaq og Sisimiut á Grænlandi, unnið fyrir Ístak.
  • Sprautusteypa fyrir jarðgöng í Noregi, unnið fyrir Ístak.
  • Steypuefnisleit vegna álvers Fjarðaáls við Reyðarfjörð, unnið fyrir Fjarðaál.
  • Virkjun við Búðarháls, unnið fyrir Landsvirkjun.

 

Framleiðslu- og framkvæmdaeftirlit

Áhersla er lögð á að steinsteypan standist fyrirfram ákveðnar kröfur.

Dæmi um verkefni:

 • Brotorkuprófanir á sprautusteypu vegna Vaðlaheiðar- og Norðfjarðarganga og vegna jarðgangagerðar frá Solbakk til Stavanger í Noregi.
 • Eftirlitsprófanir á aðsendum sýnum fyrir steypustöðvar.
  • Þriggja ára samfellt framkvæmdaeftirlit vegna álvers Fjarðaáls við Reyðarfjörð.
  • Ufsastífla og Hraunaveita vegna Kárahnjúkavirkjunar, unnið fyrir Arnarfell.
  • Framkvæmdaeftirlit fyrir m.a. Faxaflóahafnir, Vegagerðina, ýmis bæjar- og sveitarfélög eins og Reykjavík, ýmsa verktaka, vegna stækkunar álvers ISAL í Straumsvík o.fl. 
  • Framleiðslueftirlit fyrir ýmsa framleiðendur steinsteypu.

 

Ástandsskoðun á steinsteyptum mannvirkjum

Áhersla á ástandsskoðun á steinsteyptum mannvirkjum með sýnatöku þegar þess gerist þörf ásamt viðeigandi prófunum.

 • Ástandsskoðun sprautusteypu í sjö jarðgöngum í Noregi, m.a. sýnataka og prófanir. Unnið fyrir norsku Vegagerðina.

 

Jarðtækni

Jarðstíflur vegna Hvamms-, Holta og Urriðafossvirkjana í Neðri-Þjórsá, unnið fyrir Landsvirkjun.

Meðal annars voru prófaðir eftirfarandi eiginleikar:
• Þjöppun og lekt jarðefna.
• Styrkur jarðefna, mælt með þríásaprófun.
• Sigeiginleikar.

Ýmsar prófanir á undirbúningsstigi og vegna framleiðslu- og framkvæmdaeftirlits:
• Þjöppun og lekt jarðefna. Unnið fyrir ýmsa aðila, m.a. Vegagerðina.
• Sigeiginleikar. Unnið fyrir ýmsa aðila, m.a. bæjar- og sveitarfélög. 
• Plötupróf. Unnið fyrir ýmsa aðila, m.a. bæjar- og sveitarfélög, verktaka og einkaaðila.

Microscope.jpg

Vegtækni

Framleiðslu- og framkvæmdaeftirlit

 • Eftirlit með malbiksframleiðslu fyrir Norðurbik og Akureyrarbæ.
  • Ýmsar steinefnaprófanir, m.a. til að meta styrk, slit og veðrunarþol burðar- og slitlagsefna fyrir ýmsar framkvæmdir, m.a. vegna breikkunar Reykjanesbrautar og ýmsar framkvæmdir víða um land. Að mestu leyti unnið fyrir Vegagerðina en einnig fyrir verktaka og efnisframleiðendur.
  • Eftirlit með malbiksframleiðslu, unnið fyrir Hlaðbæ Colas í tengslum við lengingu Akureyrarflugvallar og vegtengingu Héðinsfjarðarganga.
 • Styrkur jarðefna, mælt með þríásaprófun og skerboxprófun. Unnið fyrir ýmsa aðila, m.a. verktaka og efnisframleiðendur.

  

Bergtækni

Margþættar bergtæknilegar prófanir vegna undirbúningsvinnu, hönnunar og ákvörðunar bergstyrkinga fyrir ýmis jarðgöng.

Dæmi um slík veggöng:
• Bolungarvíkurgöng.
• Norðfjarðargöng.
• Vaðlaheiðargöng.

Dæmi um slík jarðgöng í tengslum við vatnsaflsvirkjanir:

 • Aðrennslisgöng Búðarhálsvirkjunar.
  • Frárennslisgöng Hvammsvirkjunar í Neðri Þjórsá.
  • Frárennslisgöng Urriðafossvirkjunar í Neðri Þjórsá.

Ýmsar bergprófanir til að ákvarða skilyrði og hönnunarforsendur fyrir grundun ýmissa mannvirkja, til dæmis eftirfarandi:

 • Harpa – Tónlistar- og ráðstefnuhús, bílakjallari.
  • Gagnaver Verne í Reykjanesbæ.
  • Virkjanir í Neðri Þjórsá, yfirborðsmannvirki.
  • Byggingareitur BARON fyrir fjölbýlis-og verslunarhúsnæði í miðbæ Reykjavíkur.
  • Búðarhálsvirkjun, yfirborðsmannvirki.
  • Vatnsfellsvirkjun, yfirborðsmannvirki.
  • Fjarðaál í Reyðarfirði.

 

Prófanir á stáli

 • Ákvörðun á flotmörkum, togstyrk og brotlengingu á bendistáli, bendinetum, spennistáli, stálsýnum úr ýmsum prófílum og á kopar og koparblöndum. Unnið fyrir ýmsa verktaka.

Verksvið

Mannvit aðstoðar efnisframleiðendur, verktaka og verkkaupa til að hafa eftirlit með gæðum við framleiðslu og framkvæmdir.

Rannsóknarstofa  
Víkurhvarfi 8