Gróðurhúsið
Gróðurhúsið í Hveragerði er hótel og áningarstaður á Suðurlandi þar sem boðið er uppá mathöll, verslanir, kaffihús, sælkeraverslun, ísbúð og bar. Gróðurhúsið hótel eða Greenhouse Hotel, er staðsett á besta stað í Hveragerði við aðalgötunni þegar komið er inní bæinn í nálægð við þjóðveg 1.
Áhersla er á sjálfbærni í uppbyggingunni og er stefnt að vistvænni BREEAM vottun á húsið á vegum Mannvits.
Byggingaraðferðin er nútímaleg þar sem notast er við íslenskar forsteyptar einingar í grunni og jarðhæð en fullbúin hótelherbergi úr umhverfisvottuðum timbureiningum eru á efri hæðum hússins. Á tveimur efri hæðunum er hönnunarhótelið Greenhouse Hotel.

Byggingin er um 2.600 m2 að stærð, 3 hæðir og kjallari undir hluta af húsinu. Á efstu hæðum verður hótel og á fyrstu hæð og í kjallara eru veitingastaðir og verslanir.
Mannvit sá um verkfræðihönnun á sviði burðarvirkja, lagna, loftræstinga, rafkerfa og brunaráðgjöf. Einnig fór Mannvit með hlutverk hönnunarstjóra.
Stefnt er að því að byggingin verði BREEAM vottuð og heldur Mannvit utan um þá vinnu.
Ljósmyndir: Gróðuhúsið.
Verksvið
- Burðarvirkjahönnun
- Lagnahönnun
- Loftræstingahönnun
- Rafkerfahönnun
- Brunaráðgjöf
- Hönnunarstjórnun