Guðlaug, Akranesi
Guðlaug, heit laug í grjótvörn fyrir opnu hafi við Langasand á Akranesi, hlaut umhverfisverðlaun Ferðamálstofu árið 2019. Mannvirkið er hið fyrsta sinnar tegundar hér á landi og fellur vel að þörfum útivistarsvæðisins við Langasand. Verðlaunin eru veitt fyrir verkefni sem samræmast umhverfisstefnu Ferðamálstofu og áherslum Framkvæmdasjóðs ferðamannastaða um sjálfbæra þróun, gæði hönnunar og skipulag.
Guðlaug hefur notið mikilla vinsælda en um 30 þúsund gestir heimsóttu laugina árið 2019, sem var fyrsta heila rekstrarárið. Hönnunin var unnin af Basalt arkitektum og Mannvit. Mannvit sá um gerð útboðsgagna og hafði umsjón með útboði, auk hönnunar burðarþols, raflagna, lagna og stjórnkerfis og ráðgjafar á framkvæmdatíma.

Guðlaug hlaut tilnefningu til Mies van der Rohe verðlauna Evrópusambandsins 2022, sem veitt eru fyrir framúrskarandi nútíma arkitektúr. Laugin samanstendur af útsýnispalli, heitri laug og síðan grynnri laug sem nýtur vatns úr yfirfalli efri laugarinnar. Guðlaug er hönnuð sérstaklega til að þjóna sjósundsfólk.
Yfirverktaki við framkvæmdina var Ístak ehf. og Vélaleiga Halldórs Sigurðssonar ehf. var undirverktaki. Rafþjónusta Sigurdórs og Píplagningaþjónustan sáu um rafmagns- og vatnslagnir í lauginni og Trésmiðjan Akur gerði búningaaðstöðuna undir stúku Akranesvallar.
Ljósmynd: Akraneskaupstaður
Verksvið
- Gerð útboðsgagna
- Umsjón með útboði
- Hönnunar burðarþols, raflagna, lagna
- Hönnun stjórnkerfis
- Ráðgjafar á framkvæmdatíma