Háskólinn í Reykjavík

Nýtt hús Háskólans í Reykjavík í Nauthólsvík var tekið í notkun í lok árs 2010. Háskólabygging HR var sannkölluð verkfræðileg þraut þar sem hún hefur sérstakt form sem gerir miklar kröfur til burðarvirkishönnuða sem hafa sýnt óvenju mikla fjölbreytni í lausnum. Hönnunin var gerð í svokölluðum BIM (Building Information Modelling) þrívíddarhugbúnaði sem hefur verið að ryðja sér til rúms í mannvirkjagerð. Mannvit var með alla verkfræðihönnun en Henning Larsen Architects og Arkís arkitektar teiknuðu húsið sem er 36.000 m² að stærð á þremur hæðum auk kjallara. 

Reykjavík University - Mannvit.is

Markmiðið með hönnun byggingarinnar var að styðja við stefnu HR um að vera með góð samskipti á milli einstakra deilda og þverfaglega kennslu og rannsóknir á ýmsum sviðum. Í miðju byggingarinnar er stórt yfirbyggt torg undir glerþaki á þremur hæðum og þar er margvísleg þjónustustarfsemi háskólans sem nýtist öllum deildum skólans, jafnt nemendum og kennurum. Út frá miðjunni eru misstórar álmur sem teygja sig í allar áttir þar sem kennsla og rannsóknir fara fram og mikil áhersla er lögð á góða vinnuaðstöðu nemenda og starfsmanna. Tengingar eru frá miðjunni út í allar álmur, auk þess eru tengingar þvert á milli álma til að auka samskipti og sveigjanleika í byggingunni.

Verksvið

  • Burðarþolshönnun (3D í BIM)
  • Lagna- og loftræstikerfishönnun
  • Rafmagnshönnun (í  höndum undirverktaka)
  • Brunahönnun
  • Hljóðvistarhönnun
36.000 m² 
Stærð
3
Hæðir
3.200
Nemendur