Háspennulínur og tengivirki Noregi

Útboðshönnun tveggja tengivirkja og spennuhækkun á tveimur 66 kV línum fyrir NTE Nett í norður Þrændalögum í Noregi.  Verkefnið tengdist fyrirhugaðri stækkun á 39 MW vindmyllugarði Sarepta Energi á Ytre Vikna eyju (Ytre Vikna II).

Verkefni Mannvits fólst í útboðshönnun á tveimur 132 kV háspennulínum og tveggja 132 kV tengivirkja:

Háspennulínur: Verkefnið fólst hönnun og uppfærslu á 66 kV háspennulínum upp í 132 kV.  Annarsvegar um að ræða 29 km línu frá tengivirkinu í Rørvik að tengivirkinu við Årsandøy. Hins vegar 37 km línu frá tengivirkinu við Årsandøy að tengivirkinu í Kolsvik.  Um var að ræða gerð útboðsgagna, staursetning línunnar, vali á gerð mastra, undirstaða, leiðara og einangrara og gerð kostnaðaráætlunar sem byggði á magntölum, framkvæmda og mannaflaáætlun auk lýsinga á helstu forsendum. Verkkaupi var NTE Nett.

Tengivirki Årsandøy:  Um var að ræða breytingu á AIS tengivirki úr 132/66/22 kV tengivirki í 132/22 kV tengivirki. Tengivirkið fyrir breytingar samanstendur af 1 132 kV reit, 3 66 kV reitum og 5 22 kV reitum.

Eftirfarandi breytingar verða gerðar á tengivirkinu:

 • Nýr 25 MVA 132/66 kV spennir ásamt núllpunktspólu settur í tengivirkið sem kemur í stað núverendi tveggja núverandi spenna þ.e. 70 MVA 132/66 kV og 15 MVA 66/22 kV.
 • Nýr 132 kV SVC filter verður settur í tengivirkið.
 • Núverandi 132 kV AIS hluti tengivirkisins verður stækkaður um 3 reiti og eftir stækkun verða því 4 132 kV reitir.
 • Allar nauðsynlegar breytingar á varnar og stjórnbúnaði ásamt hjálparkerfum.

Tengivirki Rørvik: Um var að ræða breytingu á AIS tengivirki úr 66/22 kV tengivirki í 132/66/22 kV tengivirki. Tengivirkið fyrir breytingar samanstendur af 5 66 kV reitum og 9 22 kV reitum.

Eftirfarandi breytingar verða gerðar á tengivirkinu:

 • Nýr 25 MVA 132/66 kV spennir ásamt núllpunktspólu settur í tengivirkið.
 • Tveir nýir reitir fyrir spenni þ.e. 132 kV reitur og 66 kV reitur.
 • Uppfærsla á tveimur reitum úr 66 kV í 132 kV.
 • Allar nauðsynlegar breytingar á varnar og stjórnbúnaði ásamt hjálparkerfum.

Verksvið

 • Útboðshönnun 132 kV háspennulína og tengivirkja,
 • Ákveða álagsforsendur,
 • Yfirfara gerðir mastra og statífa
 • Teikna útlit þeirra,
 • Staursetja línur og ákveða hagkvæmasta staurabil
 • Teikna upp slóðir á milli mastra
 • Aðkomuleiðir að línunni og námum
 • Gerð útboðgagna fyrir tengivirki og línur
2 línur,  66  km   
Fjöldi lína og heildarlengd
132 kV 
Spenna
2 132/22  kV  og  132/66/22  kV 
Tengivirki

NTE var stofnað árið 1919 til þess að þjónusta hluta af Norður-Þrændalögum í Noregi. NTE gangsetti sína fyrstu virkjun árið 1923. Árið 2005 var NTE skipt upp í NTE Energi AS og NTE Nett AS. Í dag ber NTE Nett ábyrgð á flutningi og dreifingu á raforku á sínu svæði. NTE starfar samkvæmt sérleyfi og er háð opinberu eftirliti NVE (Norska orkustofnunin).

NTE

vefsíða NTE