Hólmsheiði, jarðgrunns- og sprungukortlagning

Mannvit sá um jarðgrunnsathugun og sprungukortlagningu á fyrirhuguðu athafna- og byggingasvæði á Hólmsheiði fyrir Umhverfis- og Skipulagssvið Reykjavíkurborgar.

Slíkt verkefni felst í grefti skurða í lausum jarðlögum og niður á bergyfirborð til þess að staðsetja sprungur á svæðinu með tilliti til byggingarlóða og mannvirkja. Staðsetning og lega skurða er ákvörðuð út frá ríkjandi sprungustefnu á svæðinu og ummerki um sprungur og hreyfingar þeirra á Nútíma eru fundin í bæði lausum jarðlögum og bergyfirborði. Einnig eru laus jarðlög kortlögð með tilliti til efnisgerða og þykktar og jarðlagasnið teiknuð eftir hverjum skurði. Með þessu fæst nákvæm kortlagning á legu sprungna ásamt gerð og þykkt lausra jarðlaga, sem hvort tveggja er grundvöllur fyrir skipulag og hönnun svæðisins.

Verksvið

  • Jarðgrunnsathugun
  • Sprungukortlagningu