Hótel Marriott Edition og íbúðir

Mannvit koma að þróun á hótel- og íbúðasvæðið við hlið Hörpu tónlistar- og ráðstefnuhúss þar sem nú stendur Reykjavik Edition ásamt íbúðar- og verslunarhúsnæði. Svæðið er hluti af endursköpun gamla hafnarsvæðisins í hjarta borgarinnar og býður upp á útsýni yfir Esjuna og önnur kennileiti í nágrenninu. 

Hotel Marriott Edition and Apartments - Mannvit.is

Marriott EDITION Reykjavik hótel og nærliggjandi íbúðarhúsnæðis- og verslunarlóð stendur við Austurhöfn í Reykjavík. Hótelið er í heild rúmlega 250 herbergi í hótel auk 90 íbúða og verslana í fimm byggingum næst hótelinu. „Hér erum við að feta okkur inn á nýja braut sem verkfræði- og tæknifyrirtæki með því að halda utan um allt verkefnið frá upphafi til enda, þ.e. kaup á lóð, tilboðsgerð, fjármögnun, samningagerð við hótelrekanda, hönnun, útboð, innkaup, byggingastjórnun, eftirlit og afhendingu mannvirkis“, segir Tryggvi Jónsson, framkvæmdastjóra mannvirkja.

Mannvit sá um verkefnastjórnun og heildarumsjón verkefnisins ásamt T.ark teiknistofan arkitektar. Lóðin er 7.458 m2 að stærð og er merkt sem reitur númer 5. Leyfilegt byggingarmagn 28.500 m2 ofanjarðar og 4.500 m2 neðanjarðar. 

Hótel Reykjavík EDITION
Hótelið við Austurhöfn er fimm stjörnu og ætlað sem ráðstefnuhótel fyrir Hörpu, tónlistar- og ráðstefnuhúsið í Reykjavík og fyrsta flokks hótel á vegum EDITION sem er lúxuskeðja á vegum Marriott International. Marriott Ed­iti­on hót­el­in eru svo­kölluð „bout­ique“ hót­el þar sem hvert þeirra er hannað á sinn hátt. Hótelið er á sex hæðum og kjallara og um 16.500 m2 að stærð með 250 herbergi, veitingastað og bari, fundarherbergi, veislusal, heilsulind og önnur þægindi sem hæfa 5 stjörnu hóteli. Við hlið hótelsins verður 21 stæðis bílakjallari sem mun tengjast bílakjallara Hörpunnar og nýta innkeyrslu með honum. Banda­ríska fyrirtækið Carpenter & Comp­any á bygg­inga­rétt­inn og mun fjár­magna fram­kvæmd­ina ásamt Eggerti Dag­bjarts­syni. Gerður var langtíma samn­ing­ur við Marriott Ed­iti­on um rekst­ur­inn.

Íbúða- og verslunarbygging
Byggingin er staðsett við Austurbakka hafnarsvæðisins í miðbæ Reykjavíkur við hlið hótelsins og er þróunarverkefni á vegum Mannvit, T.ark og Arion banka. Byggingin er 16.500 m2 samanstendur af jarðhæð sem liggur meðfram götunum þremur í kringum lóðina, Austurbakki, Geirsgata og Reykjastræti. Megnið af jarðhæðinni er ætlað fyrir verslanir og veitingastaði. Yfir jarðhæðinni eru fimm hæðir af íbúðum í fimm aðskildum kjörnum. Þeir móta húsagarð sem er aðskilinn frá nærliggjandi götum og er ætlaður íbúum.  Bílakjallari og geymslur eru svo staðsettar í kjallara. Íbúðirnar í Austurhöfn eiga sér fáar hliðstæður hér á landi. Hönnun, efnisval, frágangur og aðgengi í hverri einustu íbúð er á hæsta mælikvarða til að skapa upplifun sem ekki hefur áður boðist á Íslandi, mitt í hringiðu borgarlífsins og menningar við gömlu höfnina í Reykjavík.

Verksvið

  • Hönnun
  • Innkaupastjórn
  • Byggingarstjórn
  • Verkefnisstjórn
250
Hótelherbergi
7.458 m2 
Lóðarstærð
16.500 m2 
Íbúða og verslunarhúsnæði

„Það hefur verið krefjandi og skemmtilegt að koma að hönnun og byggingu fyrsta lúxushótelsins á Íslandi, sem býr til nýjan gæðaflokk í hótelgistingu en vöntun hefur verið á honum hérlendis. Íbúðirnar og hótelið ásamt fyrirhuguðu torgi og göngugötu skapa tengingu milli Hörpu og miðborgarinnar og spila stórt hlutverk í endurnýjun hafnarsvæðisins.“

Gunnar Páll Stefánsson

Verkefnisstjóri