Hafnarfjörður hitaveita

Mannvit hannaði dreifikerfi fyrir hitaveitu í nýju íbúðarhverfi í Vallarhverfi Hafnarfirði. Stærðir lagna DN20-DN300 og heildarlengd hitaveitulagna 16 km.

Verkefnið snéri að hönnun dreifikerfis fyrir hitaveitu, stofnlagnir, dreifilagnir, lokabrunna, tengingar og heimæðar. Ásamt því að gera verklýsingar og kostnaðaráætlun. Einnig fólst verkefnið í að gera (samræma) skurðplan og jarðvinnusnið fyrir allar veitur (hitaveitu, rafveitu, síma, gagnaveitu og götulýsingu).

Verkkaupi var OR veitur.

Vallarhverfi Hitaveita

Verksvið

  • Útbúa reiknilíkan og stærðarákvarða stofnlagnir og dreifilagnir
  • Þrýstifallsreikningar
  • Þensluútreikningar
  • Hitataps útreikningar
  • Útbúa skiptingu á kostnaði milli veitna
  • Gerð efnislista fyrir hitaveitulagnir
16 km 
Lengd
DN20-DN300
Lagnir