Hagkvæmniathugun Olkaria, Kenía

Jarðhitasvæðið Olkaria er staðsett í Keníu. Þar í landi eru virkjanir í rekstri sem framleiða yfir 600 MW raforku. Tvær 140 MW virkjanir eru í framkvæmdarfasa og væntanleg geta svæðisins er um 1000 MW.

Mannvit, Verkís, Vatnaskil og Ísor unnu saman að hagkvæmnisathugun fyrir jarðhitasvæðið Olkaria. Ísor og Vatnaskil (dótturfyrirtæki Mannvits) þróuðu hermunarmódel sem líkti eftir hegðun jarðhitasvæðisins til að spá fyrir um framtíðargetu svæðisins. Mannvit og Verkís framkvæmdu tæknilega úttekt á núverandi virkjunum.

Helstu afurðir fyrirtækjana voru samantekt á fyrirliggjandi gögnum frá ýmsum aðilum, sýni af líkaninu, endurskoðun á huglægu líkandi, forhönnun og ferla hönnun, fjárhags og efnahagsgreining, þróunarskýrsla, greiningu á efnun sem og þjálfun starfsmanna KenGen.

Verksvið

Borhönnun, samantekt og mat á fyrirliggjandi upplýsingum og gögnum, mat á umhverfisáhrifum, gæðamat á jarðhitaauðlindunum, tillögur um bestu nýtingu svæðis, tillögur um staðsetningu og stærðir framtíðarvirkjana. Hagkvæmnisathugun fyrir virkjanir í samræmi við getur jarðvarmasvæðisins.

607 MW 
Uppsett afl í Kenía
1500 MW 
Virkjunarkostir
4
Íslensk fyrirtæki í verkinu

KenGen er leiðandi raforkufyrirtæki í Kenía og framleiðir um 80 prósent af raforku sem notað er í landinu. Hjá KenGen starfa yfir 2000 manns en fyrirtækið nýtir vatnsafl, jarðhita, vind og gas við framleiðslu raforku.